PAPAR Á SPOT 8.DESEMBER - MIÐNÆTUR JÓLABALL
Nú eru Papar komnir á kreik og blása til mikillar gleði á SPOT í Kópavogi laugardagskvöldið 8. desember n.k. Þá er tilvalið fyrir alla sem eru í Papa stuði að mæta á SPOT í Kópavogi og dansa inn jólin fram á rauða nótt.
Það má ætla að margir séu á jólahlaðborðum, jólatónleikum, Starfsmannapartýum o.þ.h. og besta leiðin til að ljúka góðu kvöldi með stæl er að mæta á alvöru Papaball.
Það má búast við óvæntum gestagangi jólasveina þetta kvöld, sem geta sungið með Pöpunum.
Takmarkað magn miða i forsölu á betra verði.
Hljómsveitin er þannig skipuð
Bergsveinn Arilíusson Söngur
Páll Eyjólfsson Hljómborð
Eysteinn Eysteinson Trommur
Dan Cassidy Fiðla
Gunnlaugur Helgason Bassi
Matthías Stefánsson Gítar