Söng- og leikkonurnar Anna Margrét Káradóttir, Andrea Katrín Guðmundsdóttir og Gunnella Hólmarsdóttir munu leggja saman krafta sína ásamt gítarleikaranum Magna Frey Þórissyni á jólatónleikum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Flutt verður íslensk jólatónlist, en á efnisskránni eru þjóðleg, notaleg, fjörug, lágstemmd og ekki síst hátíðleg jólalög sem koma öllum í sannkallað jólaskap.
Tryggið ykkur miða á þessa huglúfu og skemmtilegu jólatónleika fjarri jólastressinu.
Sætaval er frjálst og opnar kirkjan kl. 19.30.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.