Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Jólalögin þeirra - Tónleikar

$
0
0

Laugardagskvöldið 15.desember mun leik og söngkonan Anna Margrét Káradóttir og söngvarinn, gítarleikarinn og fjallabróðirinn fagri Sveinbjörn Hafsteinsson hringja inn jólin með jólatónleikum á Hendur í höfn. 

Tónleikarnir bera heitið Jólalögin þeirra og eru tónleikagestir hvattir til þess að senda inn sín uppáhalds jólalög og hver veit nema einhver þeirra muni hljóma á tónleikunum sjálfum. 

Er ekki tilvalið að eiga kósý kvöldstund með ljúfum tónum og gómsætum veitingum í miðju jólastressinu? Við mælum að sjálfsögðu með því að panta sér borð fyrir tónleika til þess að gera sem mest úr kvöldinu. 

Miðasala hefst fimmtudaginn 1.nóvember kl 10:00 á midi.is. 

Miðaverð : 2.590 kr.-

Hlökkum til að sjá ykkur!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696