
Á hverju ári greinast 10-14 börn með gigtarsjúkdóm og sum greinast með alvarlega gigt. Hér á landi eru því um eða yfir 200 börn á aldrinum 0 -18 ára með einhvers konar gigt.
Nú er búið er að stofna styrktarsjóð fyrir gigtveik börn og fjölskyldur þeirra. Markmið styrktarsjóðsins er að bæta lífsgæði þessara barna og fjölskyldna þeirra. Þann 22. október nk. verða haldnir tónleikar til styrktar gigtveikum börnum og mun ágóðinn renna í styrktarsjóðinn.
Á tónleikunum munu koma fram Páll Óskar, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Gói,Dikta, Ef lífið væri söngleikur, Erna Hrönn, Védís Hervör, Jóhanna Guðrún og Davíð.
Jóhannes Haukur verður kynnir kvöldsins.
Miðaverð:
3.000 kr
1.500 kr fyrir 12 ára og yngri (ath að versla þarf þá miða í verslunum Brim, Laugavegi eða Kringlunni)