
SúEllen heimsækir nú höfuðstað Norðurlands og ætlar að kynna nýja diskinn á Græna hattinum og spila sín þekktustu lög. Mikil eftirvænting er í hljómsveitarmeðlimum enda langt síðan hljómsveitin hefur spilað á Akureyri. Diskurinn heitir „Fram til fortíðar“ og var plata vikunnar á Rás 2 vikuna 11.-18. ágúst og fékk einkunnina 8,35 hjá Andreu Jónsdóttur og 4 stjörnur í nýlegum dómi. Hljómsveitin átti sitt blómaskeið frá 1987-1994 er hún lagðist í dvala. Þekktust eru lögin Símon er lasinn, sem fór í 1. sæti vinsældarlista Rásar 2 (1987), Elísa (1988), Kona (1991), Ferð án enda (1992) og Þessi nótt (1993)
SúEllen eru:
Guðmundur R. Gíslason: Söngur og umsýsla
Steinar Gunnarsson: Bassi, söngur og raddir
Jóhann Geir Árnason: Trommur og ásláttur
Ingvar Lundberg: Píanó og hljómborð
Bjarni H. Kristjánsson: Gítar, söngur og raddir