Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Útgáfutónleikar Eyvindar Karlssonar (One Bad Day) - Tónleikar

$
0
0

Eyvindur Karlsson, tónlistarmaður, rithöfundur, leikstjóri og allt mögulegt, hefur unnið að því í yfir 10 ár að koma frá sér sinni fyrstu sólóplötu, en hún hefur dregist fram úr hófi vegna kvíðaröskunar og annarra vandamála. En nýlega fékk hann vini og vandamenn til að ýta sér síðasta spölinn og kláraði plötuna, og nú er hún tilbúin. Hann lagði svo upp í afar vel heppnaða hópfjármögnunarherferð á Karolina Fund til að gefa hana út, og nú er komið að því. Platan kemur loksins út þann 29. júní næstkomandi, og þá blæs Eyvindur til glæsilegra útgáfutónleika í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.

Eyvindur mun leika lögin af plötunni, auk úrvals laga sem hann á í sarpinum eftir að hafa fengist við lagasmíðar síðustu 15 árin. Þar má meðal annars nefna tónlist úr leiksýningum sem Eyvindur hefur unnið við í Gaflaraleikhúsinu: Ubba Kóng, Góða dátann Svejk og nú síðast Í skugga Sveins, sem hlaut Grímuverðlaun sem Barnasýning ársins.

Það er óhætt að lofa frábærri skemmtun, og aldrei að vita nema leynigestir stígi á svið ásamt Eyvindi og hljómsveit hans. 



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696