Megas syngur Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar ásamt Skúla Sverrissyni og ósæmilegri hljómsveit.
Útgáfutónleikar í Gamla bíói mánudagskvöldið 18. desember klukkan 20.
Madonna + Child hita upp
Miðaverð: 5000 krónur
Ósæmilega hljómsveit skipa:
Megas: Söngur
Skúli Sverrisson: Bassi, gítar
Guðmundur Pétursson: Gítar
Davíð Þór Jónsson: Píanó
Magnús Trygvason Eliassen: Trommur
Ólöf Arnalds: Gítar, söngur
Gyða Valtýsdóttir: Selló, söngur
Ósómaljóð koma út á vínilplötu og geisladiski hjá Mengi í desember 2017.
Nánar um Ósómaljóð:
Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar voru frumflutt í heild sinni á tónleikum í Gamla bíói á Listahátíð í Reykjavík vorið 2015. Tvö ár voru þá liðin frá andláti Þorvaldar Þorsteinssonar, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2013, aðeins 52 ára að aldri. Að baki einstaklega frjósamur ferill sem rithöfundur, myndlistarmaður og áhrifavaldur sem minnti okkur einatt á sköpunarmáttinn sem felst í hverjum einasta einstaklingi. Fáir vissu um þennan lagaflokk sem hafði varðveist í upptöku sem Þorvaldur gerði ásamt ónafngreindri hljómsveit þegar hann var við framhaldsnám í myndlist í Maastricht í Hollandi en þar nam hann myndlist á árunum 1987-1989. Upptökurnar voru hráar og frumstæðar en þegar Skúli Sverrisson og Megas settust yfir þær fyrir nokkrum árum varð þeim báðum ljóst að hér væru á ferð gimsteinar sem vert væri að gefa nánari gaum.
Textarnir eru fullir af hressandi kaldhæðni og hráslaga, kjartnyrtir og fullkomlega lausir við nokkra væmni. Sjálfstæð lög sem saman mynda samt eina heild þegar vel er að gáð. Landslið íslenskra tónlistarmanna tekst hér á við lög Þorvaldar í nýjum og ferskum útsetningum.
Madonna + Child hafa vakið mikla athygli í íslenskum tónlistarjaðri en þær skipa tvær ungar íslenskar tónlistarkonur sem kjósa að láta ekki nafns síns getið. Þær koma ávallt fram grímuklæddar, syngja um svartar madonnur, kisur og kanínur, laglínurnar drungalegar og dularfullar og blandast tölvuteknótakti. Madonna + Child hafa sent frá sér kasettu sem kom út fyrr á þessu ári hjá Lady Boy Records.