Hinir árlegu jólatónleikar Borgardætra verða að þessu sinni á tveimur stöðum; Bæjarbíói, Hafnarfirði 6. og 7. desember og Gamla Bíói 11. og 12. desember.
Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir verða í jólaskapi að venju og syngja öll sín ljúfustu lög á milli þess sem þær bjóða upp á ýmsar óvæntar uppákomur.
Með þeim verður sama gamla, góða hljómsveitin, skipuð Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara og hljómsveitarstjóra, Andra Ólafssyni bassaleikara og Magnúsi Trygvasyni Eliassen trommuleikara.
Bæjarbíó:
Verð kr. 6.900
Tónleikarnir hefjast kl 20:30
Gamla bíó:
Verð með veitingum (sjá neðar). 10.400 kr.
Borðapantanir sendist á gamlabio@gamlabio.is
Verð í sætaröðum á svölum án veitinga 6.900.-
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00
Húsið opnar klukkan 18:30 fyrir gesti í sal og 19:00 fyrir gesti á svölum.
Veitingar í Gamla bíói:
„Fordrykkur með jólabragði”:
Freyðivínsglas ásamt 5 jólasnittum og jólakonfekti
Jólasíld með eplum og dillmauki
Fennelgrafinn Lax með hunangsdressingu,
Tvíreykt Hangikjöt,aðalbláber og kotasæla,
Hreindýra-pate með nornaseyði og Blóðberg
Hunangsgljáður Kalkún með sætkartöflumauki
Jólakonfekt
(hægt að óska eftir grænmetis- vegan möguleikum)