Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

UPPÁHALDS tónleikar og villibráðarhlaðborð - Villibráðarhlaðborð og diskótek

$
0
0
Villibráðarhlaðborðið
Á glæsilegu villibráðahlaðborði okkar er dýrlegt úrval af heitum og köldum réttum þar sem matreiðslumeistararnir vinna aðeins með hágæða hráefni. Villibráðaveislan er viðburður sem hefur löngu sannað ágæti sitt með lifandi tónlist og hátíðarstemningu.

Píanóleikari í borðhaldi er Birgir Jóhann Birgisson.

Tónleikarnir
Gunnar Þórðarson tónskáld og Þorsteinn Eggertsson rithöfundur eru þjóðargersemar sem hafa samið mörg af vinsælustu lögum Íslands. Þeir hafa nú tekið saman sín vinsælustu lög sem þeir hafa samið saman og munu þeir flytja þau með aðstoð landsþekktra söngvara. Á milli laga segja þeir sögurnar á bak við tjöldin um textana og lögin.

Meðal laga sem verða flutt
Heim í Búðardal – Fjólublátt ljós við barinn – Himinn og jörð – Ljúfa líf – Ástarsæla – Ég elska alla – Harðsnúna Hanna – Er hann birtist – Dans, dans, dans – Eitthvað sætt – ofl.

Þeir sem koma fram
Gunnar Þórðarson, Þorsteinn Eggertsson, Alma Rut Kristjánsdóttir, Kristján Gíslason    Þorgeir Ástvaldsson og Birgir Jóhann Birgisson

Diskótek
Eftir tónleikana kemur plötusnúðurinn Vilhjálmur Ástráðsson spilar lögin frá Hollywood árunum (8. og 9. áratugurinn).

Verð og fyrirkomulag
Verð á villibráðarhlaðborð, tónleika og diskótek er aðeins 9.900 kr. Ef keyptir eru 4 miðar eða fleiri fær kaupandi sæti við  sér borð. Ef keyptir eru færri miðar þá er ekki hægt að lofa sér borði en það er möguleiki á að panta í síma 555 7878 eftir að miðar hafa verið keyptir. 

Umhverfið og Hótel Grímsborgir
Hótel Grímsborgir er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel við Sogið í Grímsnesi umvafið kjarri sem hýsir fjölbreytt fuglalíf og óspillt náttúran nýtur sín allt um kring. Veitingastaður og gistirými eru innréttuð í fáguðum sveitastíl þar sem boðið er upp á alla þjónustu við minni og stærri hópa. 

Hótel Grímsborgir er með glæsilegan veitingastað og veislusali sem taka allt að 180 manns í sæti sem henta veislum og mannfögnuðum af öllum toga. Rómaðar veitingar, náttúrufegurð og hugguleg umgjörð hótelsins hjálpast að við að skapa notalega stemningu.

Eigendur og gestgjafar Hótel Grímsborga eru hjónin Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir og búa þau  yfir áratugalangri reynslu í hótel- og veitingageiranum. Ásamt þeim er starfslið hótelsins öflugur hópur sem hefur að markmiði að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.

Komdu á “UPPÁHALD” og njóttu alls þess besta sem boðið er uppá í mat, drykk og tónlist? 
Láttu þetta ekki fram hjá þér fara. 

Vinsamlegast athugið

18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696