
Baggalútur klofar skafla og plægir sig yfir heiðar til að færa Norðlendingum enn ein jólin. Haldnir verða hæfilega margir hugheilir og hátíðlegir tónleikar í Hofi og eru öll jólabörn, aðventuaðdáendur og poppfroðufíklar hvattir til að mæta og drekka í sig jólaandann og meðlæti.
Hljómsveitin hefur heimsótt Hof á aðventunni undanfarin þrjú ár og eru jólatónleikar Baggalúts orðnir órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningi norðlendinga.