Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Sextán söngvar fyrir sópran og tenór - Tónleikar

$
0
0

Sextán söngvar fyrir sópran og tenór eru nýr sönglagaflokkur eftir Þorvald Gylfason prófessor við kvæði eftir Kristján Hreinsson skáld og heimspeking. Lögin eru samin fyrir sópran, tenór og píanó. Ljóðin og lögin fjalla um söknuð, sorg og gleði, viljann og vonina, ástina, lífið og listina.

Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Elmar Gibertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson píanó munu frumflytja ljóðaflokkinn í Hannesarholti í Reykjavík 25. nóvember 2017. Skáldið mun flytja stuttar skýringar á undan hverju lagi og ljóði sem verður varpað á vegg á bak við sviðið. 


Ítarlegri upplýsingar um sönglögin, flytjendur og höfunda má lesa hér.

---

Tónleikarnir fara fram í Hljóðbergi, tónleikasal Hannesarholts, og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl. 15:00 og 17:00. Húsið opnar hálftíma fyrir tónleika.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696