Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar ætla endurtaka leikinn frá því í fyrrasumar og fara í útilegutúr hringinn í kringum landið, nema í þetta sinn eru það fleiri dagar og fleiri staðir.
Eftirvæntingin er mikil enda finnst þessari hljómsveit fátt skemmtilegra en að heimsækja bæi, þorp og sveitir hringinn í kringum landið, hitta frábært fólk og drekka í sig íslenska náttúru.
Síðasta sumar komust oftar en ekki færri að en vildu svo það borgar sig að tryggja sér miða.
Þetta eru áfangastaðirnir í sumartúrnum 2017
Fim 22. júní - Útitónleikar í Mosskógum í Mosfellssveit (midi.is)
Fös 23. júní - Gunnarshólmi í Austur Landeyjum (midi.is)
Lau 24. júní - Drangey Music festival (midi.is)
Sunn 25. júní - Sunnudagshugvekja á Rosenberg Reykjavík (tix.is)
Mán 26. júní - Víkurkirkja í Vík í Mýrdal (midi.is)
Þrið.. 27. júní - Bláa kirkjan á Seyðisfirði (midi.is)
Mið. 28. júní - Fjaran á Húsavík (midi.is)
Fim 29. júní - Menningarhúsið Berg á Dalvík (midi.is)
Fös 30. júní - Frystiklefinn á Rifi, Snæfellsnesi (miðasala á http://www.thefreezerhostel.com/)
Lau 1. júlí - Lopapeysan á Akranesi
Sunn 2. júlí - Sunnudagshugvekja á Rosenberg (tix.is)
Svo verðum við líka á þessum stöðum í júlí og ágúst:
Fim 6. júlí - Háaloftið í Vestmannaeyjum
Lau 7. júlí - Eistnaflug
Lau 15. júlí - Laugarvatn Music Festival
Fös 18. ágúst - Blómstrandi dagar í Hveragerði