
Rokkjötnar 2013
Rokkjötnar verða haldnir í annað sinn þann 5. október nk. Líkt og í fyrra fer hátíðin fram í Kaplakrika og samanstendur að þessu sinni af 10 hljómsveitum. Óhætt er að fullyrða að þarna safnist saman rjómi íslenskrar rokktónlistar, framreiddur við bestu aðstæður. Fullt var út úr dyrum í fyrra og því réttast að tryggja sér miða í tíma, miðaverði er stillt í hóf að rokkarasið og auðvelt að lofa tímamótaviðburði.
Fram koma:
Bubbi Morthens
Sólstafir
Agent Fresco
Dimma
The Vintage Caravan
Legend
Kontinuum
Ophidian I
Strigaskór Nr. 42
Saktmóðigur
Í viðbót við tónlistina verður nóg að gerast í Kaplakrika þann 5. október. Matur og drykkur verður á boðstólnum, varningur frá hljómsveitunum og ýmislegt fleira. Rokkunnendum er bent á að taka allan daginn frá því stuðið byrjar snemma og stendur fram á nótt.
Til hamingju gott fólk, þið eruð Rokkjötnar 2013!