Söngkonan og lagahöfundurinn NEEMA er frá Montreal í Kanada , sem einnig er heimaborg Leonard Cohen en hann stýrði upptökum á fyrstu breiðskífu söngkonunnar og starfaði náið með henni um árabil. Hún hefur komið fram víða um heim, m.a. á tónleikum með Elton John, Jeff Beck og Cindy Lauper. Frábær lagahöfundur og söngkona með seiðandi áhrifum frá heimalandi forfeðranna, Egyptalandi og Líbanon.
NEEMA kemur fram á Rósenberg laugardagskvöldið 15. apríl kl. 21:00. Miðaverð kr. 2.900.