Vinir Sindra blása til styrktartónleika 20 april í Austurbæ.
Vinir Sindraætla að blása til tónlistarveislu í Austurbæ sumardaginn fyrsta og mun allur ágóði renna til styrktar Hjálpartækjasjóðs Sindra Pálssonar.
Fram koma:
• Ásgeir Ásgeirsson
• Áttan
• Ari Eldjárn
• Aron Can
• Júníus Meyvant
• Páll Óskar
• Saga Garðarsdóttir
• Sigríður Thorlacius
• Sturla Atlas - 101 boys
• Snorri Helgason
Sindri er 8 gamall yndislegur strákur sem fæddist með Warburg -Micro heilkennið (WMS). Hann er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem greinist með WMS og það eru undir 100 tilfelli þekkt í sögunni. WMS hefur áhrif á þroska miðtaugakerfisins og veldur því að Sindri er hreyfi- og þroskahamlaður, einhverfur og mjög sjónskertur.
Sindri fer ferða sinna í hjólastól og kappinn er orðinn þungur og því aðkallandi fyrir hann að fá sérútbúinn hjólastólabíl til að komast ferða sinna. Tónleikarnir eru liður í því að safna fyrir sérútbúnum hjólastólabíl fyrir Sindra
Vinir Sindra hvetja alla sem vilja frábæra tónlistarupplifun og styðja um leið við þetta góða málefni, til þess að skella sér á tónleika með þessum frábæru listamönnum. Allir sem koma að kvöldinu gefa vinnu sína.
Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja málefnið er bent á reikning Hjálpatækjasjóðs Sindra:
Hjálpatækjasjóður Sindra kt. 430317-1130, reiknisnúmer: 0701-15-204507