Hægan, hægan.................
Fyrir þá sem muna uppgang íslenskrar popptónlistar á sjöunda áratugnum var JÓNAS R JÓNSSON einn þeirra tónlistarmanna sem sannarlega skráðu þá sögu. 5 PENCE, TOXIC, FLOWERS, NÁTTÚRA og BRIMKLÓ voru allt geysivinsælar hljómsveitir með Jónas í fararbroddi og lög eins og GLUGGINN og SLAPPAÐU AF með eftirminnilegustu lögum þess tíma.
Í fyrra eða 40 árum síðar steig Jónas aftur á sviðið á tvennum tónleikum á Café Rosenberg sem báðir seldust upp. Hann endurtekur nú leikinn með frábærum hópi tónlistarmanna undir stjórn góðvinar síns, Gunnars Þórðarsonar.
Jónas verður með fjölbreytta tónlistardagskrá, smá rokk, smá jass, smá soul......... en umfram allt góða tónlist og gott "feel".
Missið ekki af þessu spennandi tónlistarkvöldi með Jónasi R og Bandinu.
Í Bandinu eru Gunnar Hrafnsson á bassa, Gunnar Þórðarson á gítar, Hjörtur Ingvi Jóhannsson á hljómborð og Scott Mclemore á trommur.
Söngraddir: Fanný Kristín Tryggvadóttir, Þórdís Sævarsdóttir og Gísli Gunnar Didriksen Guðmundsson.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.