Red Hot Chili Peppers eru á leiðinni til Íslands í fyrsta skipti og ætla sér að halda veglega tónleika í Nýju-Laugardalshöll þann 31. júlí. Íslensk hljómsveit mun sjá um upphitun. Ákveðið og tilkynnt verður síðar hver hreppir hnossið.
Red Hot Chili Peppers eru ein af farsælustu rokkböndum sögunnar og hefur selt yfir 60 milljón plötur (þeirra á meðal eru fimm platínumplötur). Meðlimir eru Anthony Kiedis (söngur), Flea (bassi), Chad Smith (trommur), og Josh Klinghoffer (gítar), og undir flaggi sveitarinnar hafa þeir unnið sex Grammy-verðlaun; fyrir bestu rokkplötuna (Stadium Arcadum), besta tónlistarflutning hljómsveitar („Dani California“), besta rokklagið („Scar Tissue“) og besta rokkflutning með söng („Give It Away“).
Þegar ellefta breiðskífa sveitarinnar, The Getaway, kom út fór hún rakleiðis á topp vinsældarlista víða um heim. Drengirnir, sem fyrir fjórum árum voru innlimaðir í Frægðarhöll rokksins, Rock and Roll Hall of Fame, leyfðu aðdáendum að bíða í ofvæni eftir plötunni og þegar hún kom fyrst út skaust hún beint á toppinn á sölulista Billboard yfir breiðskífur og í annað sæti á Billboard Top 200. The Getaway er 10. plata Grammy-verðlaunahafanna og sú þriðja sem nær öðru sæti á Top 200 listanum. Platan náði fyrsta sæti á sölulistum í Ástralíu, Belgíu, Hollandi og Nýja-Sjálandi og öðru sæti í Bretlandi og Þýskalandi. The Getaway hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.
Verðsvæðin eru hér sem hér segir:
A svæði: 19.990 kr
B svæði: 13.990 kr
Sjá mynd af salnum hér