
Kristjana Skúladóttir leikkona segir frá og flytur tónlist nokkurra helstu söngkvenna styrjaldaráranna. Stríðsárarómantík og einstakar frásagnir af þessum umbrotatímum.
Kristjana Skúladóttir hefur flutt tónleika sína “Söngkonur stríðsáranna” að undanförnu í hinum ýmsu tónleikasölum landsins við sérlega góðar undirtektir. Hún ætlar nú að enda ferðina hér í Salnum þann 20. október. Á tónleikunum syngur Kristjana dægurlög sem voru vinsæl í síðari heimsstyrjöldinni og segir frá afrekum nokkurra helstu söngkvenna þess tíma, svo sem Marlene Dietrich, Edith Piaf, Hallgerðar Bjarnadóttur og fleirri.
Hér er á ferðinni meira en hefðbundnir tónleikar því frásagnir Kristjönu gefa tónleikunum dýpt og gerir upplifun áhorfenda sterkari þegar leikkonan leiðir þá aftur til fortíðar. Flutningur Kristjönu er í sérflokki. Vandaður og einlægur en jafnframt einstaklega kraftmikill. Með í för er tríó, skipað einhverjum fremstu djasstónlistarmönnum landsins. Þetta eru þeir Vignir Þór Stefánsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari.
Geisladiskurinn verður til sölu á tónleikunum