Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar munu halda tónleika "heima" á Græna hattinum lau.26.nóv.
Þessi hljómsveit er annáluð fyrir lifandi flutning á lögum og textum Jónasar og sumir vilja meina að þau séu hvergi betri en einmitt á Græna hattinum og oftar en ekki komast færri að en vilja.
Jónas Sig hefur gefið út þrjár plötur og hafa fjölmörg lög af þeim hlotið verðskuldaða athygli og mörg ratað hátt á vinsældarlista landsins. Á tónleikunum verður hægt að kaupa nýkomna plötu sem inniheldur öll vinsælustu lög Jónasar ásamt lifandi upptökum og áður óútgefnu efni.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.