Tónlistarhjónin Þóra Marteinsdóttir og Gunnar
Ben stjórna klukkustundarlangri söngstund fyrir almenning, þar sem textar
birtast á tjaldi og allir syngja með.
Gunnar og Þóra hafa bæði verið viðloðandi
kórstarf og tónlistarkennslu í mörg ár. Í dag starfar Þóra sem
tónlistarkennari, barnakórstjóri og tónskáld. Gunnar er fagstjóri skapandi
tónlistarmiðlunar í Listaháskóla Íslands ásamt því að stjórna nokkrum kórum og
spila þungarokk. Þau hafa bæði afskaplega gaman af því að syngja.
Hannesarholt vill hlúa að sönghefð
þjóðarinnar og stendur fyrir söngstund að jafnaði einu sinni í
mánuði. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.