Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

System og a Down - Tónleikar

$
0
0

Nú er komið að því að heiðra rokk/metal hljómsveitina System of a Down í annað sinn en þá þarf vart að kynna.

S.O.A.D. var stofnuð í Kaliforníu árið 1994 og hefur gefið út 5 plötur en þær hafa selst samtals í yfir 40 milljón eintökum. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir pólitíska ádeilu í textum sínum og áhrif frá Armenskri þjóðlagahefð en þeir eiga allir rætur að rekja til Armeníu.

Tónleikarnir verða haldnir á Græna hattinum laugardagskvöldið 3. september. Síðast komust mun færri að en vildu og því er ráðlegt að tryggja sér miða í tíma.

 Heiðurssveitina skipa: Stefán Jakobsson - söngur Finnbogi Örn Einarsson - söngur Hrafnkell Brimar Hallmundsson - gítar Þórður Gunnar Þorvaldsson - gítar/hljómborð/söngur Erla Stefánsdóttir - bassi/söngur Sverrir Páll Snorrason - trommur


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696