Berjadögum lýkur með hinu berjabláa lokakvöldi Menningarhúsinu Tjarnarborg. Þar munu listamenn Berjadaga bregða á leik og slá á létta strengi ásamt Guðmundi. Sérstakur gestur verður Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöngkona en margir minnast eftirminnilegra tónleika hennar á Berjadögum 2015. Siðameistari kvöldsins og kynnir verður Guðmundur Ólafsson leikari og tenór.
↧