Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Guitarama 2016 - Tónleikar

$
0
0
Reykjavik Guitarama 2016
Björn Thoroddsen - Robben Ford Band - Anna 
Háskólabíó 22. október 2016 

Gítarveislur Björns Thoroddsen eru eftirsóttir tónlistaviðburðir sem Björn hefur haldið reglulega bæði hérlendis sem erlendis. Robben Ford sló eftirminnilega í gegn í Háskólabíói á síðasta ári og hann mætir aftur í gítarpartýið hans Bjössa og nú með eigin hljómsveit sem er skipuð eintómum snillingum, köppum sem Eric Clapton kallar til þegar hann vantar topp hljóðfæraleikara.

Björn og Robben hafa unnið heilmikið saman síðasta ár og eru nú að leggja síðustu hönd á plötu sem marka mun straumhvörf í tónlistarferli Björns en gítarsnillingarnir Tommy Emmanuel og Jerry Douglas spila auk Bjössa og Robben Ford á plötunni.

Anna er nýstirni í íslenskri tónlist, feikilega efnileg söngkona sem hefur unnið með Birni og Robben Ford að undanförnu og hún syngur á plötunni hans Bjössa. Anna á eftir að koma á óvart á gítarhátíðinni 22. október.

Björn Thoroddsen lofar góðri gítarveislu og segir að á Reykjavík Guitarama 2016 verði frábær blús, rokk af bestu gerð og kántrý sem fáir hafa heyrt hann spila. Kannski er Björn Thoroddsen kántrýbolti þegar allt kemur til alls.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696