Árni er texta- og lagahöfundur úr Hafnarfirði. Hann hóf að spila á gítar 8 ára að aldri og byrjaði strax að reyna að semja uns kunnáttan var til staðar. Eftir nokkur ár í hljóðfæranámi hafðist hann handar við að spila með hinum og þessum hljómsveitum og hefur í gegnum tíðina tekið þátt í alls konar verkefnum sem tengjast tónlist.
Haustið 2015 tók Árni upp sína fyrstu EP plötu úti í sveit með pródúsentinum Flexa. Fyrsta lagið sem fór í spilun, "Þú", hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og með hjálp úrvals hljóðfæraleikara verður slegið til tónleika og platan spiluð í heild sinni ásamt áður óheyrðu efni í Bæjarbíói í Hafnarfirði 1. júlí næstkomandi.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 - húsið opnar kl. 20:00
Verð kr. 2.000