Extreme Chill 2016 - Undir Jökli
Hinn árlegi listviðburður Extreme Chill mun halda upp á 7 ára afmæli sitt á Vík í Mýrdal dagana 2.-3.júlí næstkomandi.
Tónleikarnir verða haldnir í félagsheimilinu Leikskálum laugardaginn 2. júlí og sunnudaginn 3. júlí í Víkurkirkju.
Laugardagurinn 2.júlí - Leikskálar
Húsið opnar kl. 20.00 og standa leikar til kl.1.00
Sunnudagurinn 3.júlí - Víkurkirkja
Kirkjan opnar kl. 13.30 og stendur hljóðmessan til kl. 16.00
Listamenn á borð við:
Hans-Joachim Roedelius (Cluster, Harmonia) - Hilmar Örn Hilmarsson - Stereo Hypnosis - Jón Ólafsson - Futuregrapher - Reptilicus, o.f.l. munu troða upp Undir Jökli í Vík.
Takmarkaðir miðar verða í boði í ár og kostar passinn aðeins 5900 kr. Við hvetjum því fólk til að tryggja sér miða tímanlega en síðustu ár hefur selst upp og komust færri að en vildu.
"Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafrænt landslag"