Þann 7. Maí n. k. mun Blítt og létt hópurinn, bæjarlistamenn Vestmannaeyja 2015, halda Eyjakvöld í Austurbæ. Þar verða sungin og leikin, valin eyjalög og textum varpað upp á tjald svo að allir geti sungið með og um leið lært lögin.
Miðar fást á miði.is og er miðaverð kr. 3.500,- en takmarkað magn miða verður í forsölu á kr. 2.900,-.
Blítt og létt hópurinn hefur frá árinu 2009 haldið Eyjakvöld á Kaffi Kró í Eyjum, ca. 1 sinni í mánuði.
Auk þess að hafa komið fram á flestum viðburðum í Eyjum undanfarin ár, hefur hópurinn farið víða um landið og jafnvel til Færeyja til að kynna menningararf Eyjanna.
Hópurinn samanstendur af 10 – 15 manns og í Austurbæ verður fullskipað í hópnum og rúmlega það þar sem að gestir koma í heimsókn.