Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Stafrænn Hákon - Útgáfutónleikar - Stafrænn Hákon í Tjarnarbíó

$
0
0
Hljómsveitin Stafrænn Hákon hefur nú gefið út sína 9. breiðskífu. Af því tilefni mun sveitin efna til útgáfutónleika í Tjarnarbíó miðvikudaginn 23. mars kl. 21:00 og fagna útgáfu breiðskífunnar.

Gripurinn heitir Eternal Horse og kom út á geislaplötu á vegum bandarísku útgáfunnar Darla Records og er hún einnig fáanleg á helstu tónlistarveitum alnetsins s.s. Spotify, Tidal og iTunes.

Eternal Horse verður leikin í heild sinni af hljómsveitinni ásamt þaulreyndum og geðþekkum aðstoðarmönnum sem leika munu á strengja-, blásturs- og slagverkshljóðfæri.

Geislaplatan verður til sölu á staðnum. Þess má einnig geta að Eternal Horse verður til umfjöllunar á Rás 2 sem plata vikunnar dagana 14. – 18. mars.

Aðgangseyrir er 2.500 kr.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696