Elín Helena, sem er tryllt hljómsveit, framleiðir hressandi rokktónlist með ögrandi textum þar sem tekin eru fyrir hvers konar mein úr öllum hliðum samfélagsins - stjórnmál, fordóma, nöldur, utangarðslífsstílar,lífsgæði, ást, skortur á ást, svo fátt eitt sé nefnt. Tónleikum með sveitinni mætti lýsa sem upplifun á pari við það að vera bundinn framan á dínamíthlaðna lest í frjálsu falli tveimur kílómetrum yfir Reykjavík, lendingarpunkturinn: Austurvöllur. Sveitin hefur gefið út plöturnar Skoðanir á útsölu og Til þeirra er málið varðar. Síðan hafa líka komið út smellirnir Ljúga, ljúga, ljúga…. og Ég bara spyr. Hljómsveitina skipa söngvararnir Daði Óskarsson og Eyjólfur Viðar Grétarsson, Sigurbjörn Már Valdimarsson bassaleikari, Skúli Arason trommuleikari og gítarleikararnir Vignir Andri Guðmundsson og Helgi Rúnar Gunnarsson.
Rythmatik er Indírokkhljómsveit skipuð fjórum strákum frá Suðureyri og Akureyri. Tónlist þeirra einkennist af skemtilegum gítarriffum og áhrifum frá breskum gítarböndum níunda áratugarins. Rythmatik sigraði í Músíktilraunirnum 2015 og hefur járnið verið hamrað hressilega síðan. Hljómsveitin hefur haft nóg að gera eftir sigurinn og hefur spilað á hinum ýmsu tónlistarhátíðum svo sem Iceland Airwaves, All Tomorrows Parties, Breminale Festival, á Degi Tónlistarinnar í Aix-en-Provence Frakklandi og Ein með öllu á Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Rythmatik gaf út 6 laga EP plötu í haust sem ber nafnið Epilepsy. Plötuna er hægt að nálgast á Bandcamp og Spotify og hefur hún fallið vel í kramið hjá Íslendingum þar sem lög af plötunni hafa fengið væna spilun á X-inu, Bylgjunni og Rás 2. Platan ásamt líflegum og skemmtilegum tónleikum hljómsveitarinnar hefur skapað talsvert hæp um bandið í Íslensku tónlistarsenunni og búast má við miklu af Rythmatik í framtíðinni. Hljómsveitina skipa bræðurnir Hrafnkell Hugi og Valgeir Skorri Vernharðssynir gítar- og trommuleikari, Pétur Óli Þorvaldsson bassaleikari og Akureyringurinn Árni Freyr Jónsson gítarleikari.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.