Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Hetjan Björgvin Unnar - Styrktartónleikar

$
0
0

Styrktartónleikar í Austurbæ fyrir hetjuna Björgvin Unnar. 

Björgvin Unnar Helguson fæddist þann 10.nóvember árið 2014 og er því 15 mánaða gamall. Vitað var áður en hann fæddist að hann yrði alvarlega veikur við fæðingu, m.a. vegna þindarslit og fylgikvilla vegna þess, og er Björgin Unnar vegna veikindanna búinn að vera á spítala nánast síðan hann fæddist. Hann fór í sína fyrstu aðgerð á erlendu sjúkrahúsi aðeins vikugamall hefur síðan þurft að fara í fleiri aðgerðir erlendis.  Þessa dagana er hann staddur í Boston í rannsóknum með mæðrum sínum en Björgvin Unnar þarf stöðuga umönnun allan sólarhringinn. Mömmur hans, þær Jónína Sigríður Grímsdóttir og Helga Kristrún Unnarsdóttir, sinna Björgvini Unnari allan sólarhringinn og hafa því veikindi þessa litla, hugrakka drengs, haft í för með sér mikinn tekjumissi sem og útgjöld fyrir fjölskylduna. 

Veikind Björgvins Unnars eru þess eðlis að það eru ekki mörg sjúkrahús í heiminum sem búa yfir starfsfólki og tækjakosti til að geta annast hann með fullnægjandi hætti. Þess vegna hafa mæður hans þurft að fara víða um heiminn með drenginn sinn til að fá þá hjálp sem hann þarf.  Eins og gera má sér í hugarlund er slíkt mjög kostaðarsamt. Og þegar báðir foreldrar þurfa að sjá um umönnun barnsins er ljóst að innkoman getur varða verið mikil.  Þess vegna hafa nú hafa fjölmargir aðilar tekið höndum saman og ætla að efna til styrktartónleika í Austurbæ, þann 16. mars nk., til styrktar litlu fjölskyldunni. 

Á tónleiknunum mun einvala lið listamanna stíga á stokk. Þeir sem koma fram eru þau Alda Dís, Ágústa Eva, Sigga Beinteins, Ljótu Hálfvitarnir, Svavar Knútur og Eyvi.  Kynnir verður Sóli Hólm. 

Tónleikarnir eru 16.mars og hefjast stundvíslega kl 20:00

Tilgangur tónleikanna er að styrkja litlu hetjuna og mæður hans. Miðaverð er 2500 kr og er hægt að kaupa miða á miði.is. Allur ágóði tónleikanna fer í styrktarsjóð Björgvins Unnars. 

Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja fjölskylduna geta lagt frjáls framlög inn á styrktarreikning á nafni móður Björgvins Unnars, Helgu Kristrúnar 

Reikningur: 546-14-403314
Kennitala: 271087-3229

Þeir sem vilja fylgjast með Björgvini Unnari geta gert það á facebooksíðu hans. 

https://www.facebook.com/bjorgvinunnar/



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696