Gamla bíó og Rás 2 í samstarfi við Ofurhljóðkerfi kynna tónleikaröðina: Beint úr Skúrnum í Gamla bíó.
Þrennir tónleikar með níu böndum sem öll hafa komið fram í bílskúrsbandaþættinum Skúrnum á Rás 2. Á þessum kvöldum munu hljómsveitirnar Ylja, Kiriyama Family og Sykur vera í þráðbeinni ásamt 6 opnunarböndum. Fyrstu tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 17. mars og fram koma: Kvika, Par-Ðar og Ylja.
Tónlistarþátturinn Skúrinn á Rás 2 og Gamla bíó ætla að heiðra bílskúrsbandamenningu þjóðarinnar með tónleikaröð sem hefst fimmtudaginn 17. mars. Tónleikarnir verða alls þrennir og hljómsveitirnar, sem stíga á stokk í tónleikaröðinni, eiga það sameiginlegt að hafa flutt tónlist sína í tónlistarþættinum Skúrnum á Rás.Skúrinn er grasrótartónlistaþáttur sem leikur tónlist eftir ungar og efnilegar íslenskar hljómsveitir. Margar af hljómsveitunum, sem hafa leikið í Skúrnum, hafa síðar slegið í gegn.Þar á meðal eru hljómsveitirnar Ylja, Kiriyama Family og Sykur sem ætla að troða upp á þrennum tónleikum í Gamla bíói. Á fyrstu tónleikunum í tónleikaröðinni leikur Ylja ásamt hljómsveitunum Par-Ðar og Kviku. Kiriyama Family og Sykur leika síðan 7. apríl og 5. maí ásamt ungum og upprennandi hljómsveitum.
Allir tónleikarnir verða fluttir í beinni útsendingu á Rás 2 og hefjast kl. 22.05.