Hvanndalsbræður ætla á þessum tímamótum að renna í öll sín skástu lög og reyna eftir fremsta megni að vera sjálfum sér og öðrum til sóma enda verða þetta síðustu tónleikar bræðranna á Íslandi áður en haldið verður til Eistlands og slegið þar á létta strengi fyrir þarlenda íbúa í höfuðborginni Tallin en þaðan kemur einmitt einn af bræðrunum hann Valmar Väljaots harmonikku og fiðluleikari.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.