Úlfur Úlfur er rappdúett sem hefur starfað síðan 2011. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa mikla reynslu af fjölbreyttum tónlistarstefnum og skilar þar sér í einstakri nálgun á rapptónlist. Innblásturinn er lífið sjálft, íslenskur veruleiki, óraunveruleiki og allt þar á milli. Hljómsveitin hefur alla tíð hlotið mikið lof fyrir bæði frumlegar lagasmíðar og einlæga textagerð en í dag, 5 árum frá stofnun, er augljóst að úlfurinn hefur aldrei verið blóðþyrstari.
Tvær Plánetur er önnur breiðskífa Úlfur Úlfur, en árið 2011 gaf sveitin út Föstudaginn langa. Platan samanstendur af 14 lögum sem spanna allan skalann og er auðséð að hljómsveitin er ófeimin við að ögra hinum hefðbundna ramma rapptónlistar, blanda saman mismunandi hugmyndafræði og skapa eitthvað einstakt í leiðinni.
Tvær Plánetur er önnur breiðskífa Úlfur Úlfur, en árið 2011 gaf sveitin út Föstudaginn langa. Platan samanstendur af 14 lögum sem spanna allan skalann og er auðséð að hljómsveitin er ófeimin við að ögra hinum hefðbundna ramma rapptónlistar, blanda saman mismunandi hugmyndafræði og skapa eitthvað einstakt í leiðinni.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.