Hinir árlegu jólatónleikar Estherar Jökulsdóttur fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík 17. desember næstkomandi, en það er orðin hefð að hún syngi inn jólin í stíl Mahaliu Jackson með einvala liði söngvara og tónlistarmanna.
Efni af hljómplötunni Silent Night verður í aðalhlutverki, auk þess sem gospelperlur frá I belive og You never walk alone gleðja gesti. Tónleikarnir hafa hlotið mikið lof tónleikagesta.
Einstakt karlatríó syngur með Esther, en það eru þeir:
Gísli Magna tenór,
Skarphéðinn Hjartarson tenór og
Hafsteinn Þórólfsson bassi.
Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem
Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó,
Þorvaldur Þór Þorvaldssoná trommur,
Gunnar Gunnarssoná Hammondorgel og
Gunnar Hrafnssoná kontrabassa.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Skarphéðinn Hjartarson sjá um útsetningar á meistaraverkunum.