Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Reykjavíkurdætur - Tónleikar

$
0
0
Reykjavíkurdætur er samansafn 15 rappara sem eru þekktar fyrir ögrandi texta og sviðsframkomu. Þær vöktu fyrst athygli árið 2013 með laginu “Reykjavíkurdætur” og hafa síðan þá gefið út ótal lög og myndbönd svo sem “Fíesta”, “Ógeðsleg” og “Hæpið”. Þær hafa spilað út um allt Ísland á helstu hátíðum landsins jant og erlendis og fengið gífurlega athygli í erlendum sem og innlendum fjölmiðlum. Reykjavíkurdætur hafa meðal annars samið þemalag Druslugöngunnar í Reykjavík, spilað á Grímuverðlaununum, rappað í opnunaratriði Skaupsins 2014/2015, spilað á opnun Nordisk Panorama Film Festival og haldið rappsmiðjur fyrir börn á Barnamenningarhátíð og í rokksumarbúðunum ‘Stelpur Rokka’. Reykjavíkurdætur eru þekktar fyrir beittar ádeilur á samfélagið og snerta textar þeirra á kynferðisofbeldi, umhverfismálum, kynfrelsi kvenna, aftengingu fyrsta heimsins og innlendri pólitík svo að fátt sé nefnt. Reykjavíkurdætur er kröftugur hópur með einstaka sviðsframkomu sem má fullyrða að líkist engri annarri íslenskri hljómsveit.

Vinsamlegast athugið

18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696