
Sýning St. Petersburg Festival Ballet á Svanavatninuþann 12. nóvember í Hörpu, markar tímamót í menningarsögu okkar því þetta mun verða í fyrsta sinn sem rússneskur listdansflokkur kemur fram á Íslandi. St. Petersburg Festival Ballet sameinar allt sem einkennir rússneskan listdans - glæsileika, ferskan innblástur frá tuttugustu og fyrstu öldinni, fullkomna danssýningu prýdda konunglegum búningum og sviðsmynd. St. Petersburg Festival Ballet samanstendur af fremstu listdönsurum flokksins og dönsurum úr bestu dansflokkum sem viðhalda hefðum St. Pétursborgar ballettsins.
Svanavatnið
Svanavatnið er ein vinsælasta listdanssýning allra tíma og á sér fastan sess í efnisvali í sígildum listdansi enda er verkið samið við tónlist hins ástsæla tónskálds, Piotr Tchaikovsky. Verkið hefur í gegnum aldir haft gífurlegt aðdráttarafl. Verkið sameinar töfrandi tónlist Tchaikovskys, áhrifamikla ástarsögu og líkamstjáningu sem gerir dönsurum kleift að sýna það mikilfenglegasta sem þeir hafa fram að færa.