Hljómsveitin Amabadama hefur starfað frá vorinu 2013 og er óhætt að segja að hún hefur skapað sem sér sess í framvarða sveit íslensku reggísenunnar.
Fyrsta breiðskífa AmabAdamA kom út fyrir síðustu jól og ber heitið “Heyrðu mig nú” en sveitin varð landsþekkt eftir að lagið “Hossa Hossa” sló í gegn síðasta sumar.
Sveitin fylgdi eftir laginu Hossa Hossa með lögunum GAIA og Hermenn en öll lögin hafa fengið mikla útvarpsspilun. Síðasta smáskífan ber nafnið Óráð en við lagið var gert metnaðarfullt myndband og er lagið í útvarpsspilun þessa dagana.
Sveitin var tilnefnd í nánast öllum flokkum bæði á íslensku tónlistarverðlaununum og Hlustendaverðlaunum 365. Salka Sól önnur söngkona sveitarinnar var valin söngkona ársins á báðum hátíðum og þau voru valin nýliðar ársins á hlustendaverðlaununum.
Amabadama er 9 manna hljómsveit og þykir einstaklega lífleg og góð á sviði.
Fyrsta breiðskífa AmabAdamA kom út fyrir síðustu jól og ber heitið “Heyrðu mig nú” en sveitin varð landsþekkt eftir að lagið “Hossa Hossa” sló í gegn síðasta sumar.
Sveitin fylgdi eftir laginu Hossa Hossa með lögunum GAIA og Hermenn en öll lögin hafa fengið mikla útvarpsspilun. Síðasta smáskífan ber nafnið Óráð en við lagið var gert metnaðarfullt myndband og er lagið í útvarpsspilun þessa dagana.
Sveitin var tilnefnd í nánast öllum flokkum bæði á íslensku tónlistarverðlaununum og Hlustendaverðlaunum 365. Salka Sól önnur söngkona sveitarinnar var valin söngkona ársins á báðum hátíðum og þau voru valin nýliðar ársins á hlustendaverðlaununum.
Amabadama er 9 manna hljómsveit og þykir einstaklega lífleg og góð á sviði.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.