Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Hvanndalsbræður - Tónleikar

$
0
0

Hljómsveitin Hvanndalsbræður fagnar útgáfu sjöundu hljómplötu sinnar sem ber nafnið Hvanndalsbræður-Klappa ketti þann 2. maí n.k á Græna Hattinum. Platan inniheldur 12 splunkuný lög sem aldrei hafa heyrst áður nema sum þeirra nokkrum sinnum, stundum. Platan verður leikin í heild sinni og eldri slögurum slumpað með svo að fólk drepist ekki úr nýmóðu. Ljósashow og hljóð verður með skásta móti og ekki er ósennilegt að Haukur með hattinn verði að vinna á barnum. Okkur til aðstoðar á plötunni var Magni Ásgeirsson sem hamraði rafgítarinn eins og engin væri morgundagurinn og mun hann verða okkur innanhandar á tónleikunum einnig.

Miðaverð er 2.500 kr en hægt verður að kaupa miða og disk á 3.500 kr í forsölu í Eymundsson Akureyri og hvetjum við fólk til að kaupa diskinn í forsölu og hlýða á hann áður en mætt er á tónleikana. Þeir sem kaupa miða midi.is geta keypt diskinn á 1.000 kr við dyrnar á tónleikunum. Þeir sem vilja bara kaupa diskinn en alls ekki mæta á tónleikana geta keypt hann á 4.224 kr í Hannyrðavöruverslun Ingibjargar á Neskaupsstað.

Vegna þess að það verður örugglega mikil eftirspurn eftir miðum á tónleikana hefur verið ákveðið að halda tvenna tónleika kl. 20.00 og kl. 23.00

Sjáumst hress, ekkert stress, see you later !

Vinsamlegast athugið

18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696