Vilhjálmur Vilhjálmsson sjötugur
11. apríl Eldborg Reykjavík
17. apríl Íþróttahúsið Neskaupstað
Vegna fjölda áskoranna verða tónleikar með öllum bestu lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar endurteknir í
Eldborg laugardaginn 5. september 2015
Gestir voru á einu máli um glæsileika tónleikanna sem voru frumsýndir á fæðingardegi Vilhjálms 11. apríl 2015.
Úr dómi Guðlaugar Fjólu Arnarsdóttur frá Fréttanetinu:
„Friðrik Ómar má vera virkilega stoltur af þessari afmælissýningu.
Hann hefur vaxið óhemju mikið undanfarin ár sem söngvari.
Hljómsveitin með honum var í einu orði sagt frábær.
Þetta er sýning sem nærir hjartað ekki síður en andann.
Þessi einlæga afmælisssýning fær topp einkunn 5 stjörnur af 5 mögulegum“
Þann 11. Apríl 2015 voru 70 ár því að Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson fæddist í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjunum. Fólk man ljúfa tenórrödd þessa ástsæla dægurlagasöngvara og það sem meira er, ungt fólk sem fætt er löngu eftir fráfall Vilhjálms dáir lögin sem hann gerði að sínum með persónulegum og áreynslulausum söngstíl.
Friðrik Ómar syngur lög Vilhjálms í útsetningum Karls Olgeirssonar ásamt stórhljómsveit Rigg Viðburða.
Allt frá því að samstarf Friðriks Ómars og Guðrúnar Gunnarsdóttur hófst árið 2003 hefur Friðrik sungið lög Vilhjálms víða um land við góðan orðstír. Björt og fögur söngröddin minnir óneitanlega á áferð raddar Vilhjálms og ekki síður skýrmælgin sem einkenndi söng Vilhjálms.
Á þessum glæsilegu tónleikum flytur Friðrik fjölda laga sem Vilhjálmur söng á sínum ferli ásamt færustu hljóðfæraleikurum íslensku þjóðarinnar og gestasöngvurunum.
Útsetningar eru í höndum snillingsins Karls Olgeirssonar.
Sannarlega tónleikar sem enginn unnandi laga Vilhjálms Vilhjálmssonar ætti að láta framhjá sér fara.
Söngvarar;
Friðrik Ómar
Guðrún Gunnarsdóttir
Erna Hrönn
Margrét Eir
Jógvan Hansen
Stór-hljómsveit Rigg viðburða
Karl Olgeirsson píanó
Benedikt Brynleifsson trommur
Róbert Þórhallsson bassi
Diddi Guðnason slagverk
Kristján Grétarsson gítar
Vignir Snær Vigfússon gítar
Sigurður Flosason saxófónn og slagverk
Tómas Jónsson hljómborð og harmonikka
Kjartan Hákonarson trompet
Einar Jónsson básúna
Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðla
Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir fiðla
Margrét Árnadóttir Cello
Dansarar:
Hanna Rún Basev
Nikita Basev
Útsetningar: Karl Olgeirsson
Lýsing: Helgi Steinar
Hljóðmenn: Haffi Tempó, Jóhann Rúnar
Verkefnastjóri: Haukur Henriksen
Uppsetning: Friðrik Ómar
Framleiðandi: Rigg Viðburðir