Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Fyrstu 2 plötur sveitarinnar nutu gríðarlegrar velgengni og hefur nýjasta plata þeirra 'Batnar útsýnið' þegar fengið frábæra dóma og trónað í efstu sætum vinsældarlistanna.
Þegar hafa 2 lög af plötunni 'Batnar útsýnið' og 'Ryðgaður dans' náð toppsætinu á Rás 2 vinsældarlistanum.
Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík, allt frá rólegum melódíum upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar.