Þann 27. febrúar kom út ný plata frá færeyska söngfluglinum og skáldinu Eivöru. Bridges er níunda plata Eivarar og hefur að geyma níu splunkuný lög. Remember Me og Faithful Friend hafa nú þegar hlotið góðar viðtökur.
Eivör mun flytja lögin af nýju plötunni auk þess sem áhorfendur munu fá að heyra helstu smelli frá glæsilegum ferli.
Ásamt Eivöru koma fram samstarfsmenn hennar, þeir Mikael Blak, Högni Lisberg ogTróndur Bogason.