The King’s Singers í Hörpu
Hinn heimsfrægi breski sönghópur, The King's Singers, mun halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 16. september 2015 næstkomandi. King´s Singers eru margverðlaunaðir og hafa t.d. unnið til Grammy verðlauna í tvígang, árið 2009 fyrir plötuna ,,Simple Gifts" og árið 2012 fyrir plötuna Light and Gold.
The King´s Singers var stofnaður árið 1968 og heldur vel yfir hundrað tónleika á ári, víðs vegar um heiminn. Upptökur á geisladiskum skipa stóran sess hjá hópnum. Efnisval King´s Singers er gríðarlega fjölbreytt og á 50 ára ferli hefur hann gefið út yfir 150 diska með yfir 200 lögum.
Fjölmiðlar hafa ítrekað farið fögrum orðum um sönghópinn og The Times í London kallar hann „Söngsextett í hæsta gæðaflokki“