Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Vortónleikar Stormsveitarinnar - Í Salnum

$
0
0

Stormsveitin er 20 manna karlakór ásamt 5 manna rokkhljómsveit sem syngur raddaðan söng í fjórum röddum. Gestur tónleikanna er Stefanía Svafarsdóttir stórsöngkona sem hefur sungið með mörgum þekktustu tónlistarmönnum landsinns. 

Efnisskráin spannar tónlist sem allir þekkja allt frá íslenskum karlakórslögum og þjóðlögum til þekktra rokkslagara gömlu meistaranna í metnaðarfullum útsetningum. Stormsveitin hefur verið starfandi í nokkur ár og hefur komið fram á fjölda atburða og tónleika og fengið mjög góðar viðtökur. Þetta er klárlega góð skemmtun fyrir þá sem hafa áhuga á metnaðarfullu rokki eins og enginn annar flytur það. 



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696