Lögin úr teiknimyndunum
Fjölskyldutónleikar
Þau Valgerður Guðnadóttir, Þór Breiðfjörð og Felix Bergsson syngja fyrir okkur lögin sem allir elska úr hinum ýmsu teiknimyndum.
Frábærir tónleikar fyrir ALLA fjölskylduna með landsþekktum röddum ásamt hljómsveit. Öll þekkjum við lögin úr teiknimyndunum sem hafa glatt unga sem aldna í næstum heila öld.
Upplagt tækifæri fyrir sameiginlega fjölskyldustund fyrir krakka, afa, ömmur, pabba og mömmur.
Meðal laga:
Hakúna Matata
Apalagið úr Skógarlífi
Leið hann heim úr Vesalingunum
Do-re-mi úr Söngvaseið
Við höldum vörð og Eitt stökk úr Aladdin
Vinur minn úr Toy Story
Bare Necessities úr Jungle Book