HljóðX og hljómsveitin Hátveiro kynna
Hljómsveitin Hátveiro hefur á undanförnum misserum getið sér gott orð fyrir flutning á tónlist Genesis. Nú ætlar hljómsveitin ásamt fjölda aðstoðarmanna að efna til mikillar tónlistarveislu þar sem bestu lög Peters Gabriel og Genesis verða flutt. Fyrri hluti tónleikanna verður helgaður nokkrum af helstu verkum Genesis með Peter Gabriel sem forsöngvara. Lög á borð við Firth of fifth, Dancing with the moonlit knight, In the cage og The lamb lies down on Broadway og smelli á borð við Don´t give up, Solsbury hill, In your eyes, Biko og Sledgehammer.
Meðal tónlistarmanna sem fram koma á tónleikunum eru:
Þór Breiðfjörð - söngur
Sigurður Guðni Karlsson - trommur og slagverk
Björn Erlingsson – bassi, Don Eddy - þverflauta, saxófónn, gítar og hljómborð,
Árni Steingrímsson gítar,
Jósep Gíslason píanó og hljómborð,
Bjarni Þór – söngur
Jónína Aradóttir - söngur,
Jóhann Hjörleifsson - trommur og slagverk, ásamt brassveit og bakröddum.
Jón Skuggi – hljóðstjórn.
Umsagnir um fyrri tónleika Hátveiro
"Kraftmikið og flott, fagmenn á ferð". HB, Facebook.
"Listviðburður ársins 2014. Eitt það besta sem ég hef séð lengi frá íslenskum tónlistarmönnum". HM, Twitter.
"I think this was a spectacular tribute to Genesis, and I am absolutely positive the real deal would share my opinion had they been there". SR, Facebook.
"Flottir tónleikar! Ekki daufur punktur. Brilljant múskikantar og ekki síður flottir söngvarar". Takk fyrir mig. GH, Facebook.