Töfrahetjurnar er frábær fjölskyldusýning sem samanstendur af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum.
Sjónhverfingarnar í sýningunni eru á heimsmælikvarða, þar á meðal þekktasta sjónhverfing fyrr og síðar þar sem kona er söguð í sundur og meira segja fær einn heppinn áhorfandi úr sal að fljúga í lausu lofti.
Sýningin inniheldur atriði sem hingað til hefur bara verið hægt að sjá í Las Vegas.
Eftir sýninguna gefst fólki kostur á að kaupa ýmsa töfrahluti fyrir upprennandi töframenn. Einnig gefst gestum tækifæri á að fá mynd af sér með Einari töframanni og Viktoríu töfrakonu.