John Carter Cash & Páll Rósinkranz
Þann 7. mars næstkomandi mun stór hópur listamanna heiðra minningu Johnny Cash með tónleikum í Háskólabíói.
Fram koma John Carter Cash, einkasonur Johnny Cash og June Carter, frábær söngvari og lagasmiður, Páll Rósinkranz , Ana Cristina amerísk söngkona, Dave Deager gítarleikari frá Nashville, Margrét Eir og Valgerður Guðnadóttir.
Einvala lið hljóðfæraleikara leikur og verður þetta mikil veisla fyrir eyru og augu.
„Það verður magnað að flytja tónlist Johnny Cash og fara yfir feril hans í tónum og tali. Hann er einn frægasti og áhrifamesti söngvari sögunnar og það er mikill heiður að fá að heiðra minningu hans og syngja með syni hans á sviði“
Páll Rósinkranz