Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Peter Grimes á Listahátíð -

$
0
0

Peter Grimes á Listahátíð

Benjamin Britten var eitt mesta óperu- tónskáld 20. aldar. Á Listahátíð hljómar Peter Grimes í fyrsta sinn á Íslandi. Þetta var fyrsta stóra ópera höfundarins, samin 1945, og strax þótti ljóst að hér væri komin ein af merkustu óperum 20. aldar. Í verkinu kannar Britten – hin óljósu mörk milli sakleysis og sektar, og stöðu einstaklingsins í þjóðfélaginu. Peter Grimes er ógæfusamur skipstjóri í smábæ. Þegar ungir piltar sem hann ræður sér til aðstoðar taka að týna lífinu hver á eftir öðrum taka bæjarbúar að ofsækja hann, með átakanlegum afleiðingum. Tónlistin er lagræn og aðgengileg, ýmist gamansöm eða hádramatísk eins og efnið býður upp á. Hér er stórviðburður í íslensku tónlistarlífi.

Ástralski „hetjutenórinn“ Stuart Skelton er á hátindi ferils síns um þessar mundir. Hann var kosinn karlsöngvari ársins á International Opera Awards 2014 og til- nefndur til hinna hinna virtu Olivier-verðlauna fyrir túlkun sína á Peter Grimes við Bresku þjóðaróperuna. Hann hefur einnig sungið verkið með Lundúnafílharmóníunni og á Proms-tónlistarhátíðinni og er það mat gagnrýnenda að sjaldan hafi nokkur farið með hlutverk sjóarans ólánssama af sömu snilld.

Daníel Bjarnason hefur unnið stóra sigra á undanförnum árum, bæði sem tónskáld og hljómsveitarstjóri. Síðast stjórnaði hann Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum 2014 við frábærar undirtektir og nú tekst hann á við eina dáðustu óperu 20. aldar í tónleikauppfærslu.

Uppfærslan er samstarf Íslensku óperunnar, Hörpu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listahátíðar í Reykjavík.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Trending Articles


Bakit ka single? or Bakit Single ang Status Mo ?


Pokemon para colorear


Arbol genealogico para colorear


Sapos para colorear


RE: Mutton Pies (frankie241)


Dimasalang (1969) by Francisco V. Coching and Federico C. Javinal


Re: lwIP PIC32 port (aminos)


Maham ki pulit,ia kiba pyn saphriang khubor hamsaia halor ka COVID-19


SC IDOL


Tinkerbell para colorear, pintar e imprimir