Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Eitthvað Fallegt - Svavar og Kristjana

$
0
0

Söngvaskáldin Kristjana Stefáns og Svavar Knútur munu halda jólatónleika í desember, undir yfirskriftinni Eitthvað fallegt. Tónleikarnir heita eftir samnefndri hljómplötu þeirra og Ragnheiðar Gröndal, sem kom út í fyrra hjá Dimmu útgáfu.

Á tónleikunum kennir ýmissra grasa úr jólagarðinum, bæði verða flutt sígild íslensk jólalög og nokkur frumsamin lög eftir Svavar og Kristjönu og er áherslan lögð á látleysi, einfaldleika og einlægni í flutningi. Kristjana og Svavar eru þekkt fyrir innlega en um leið sprenghlægilega tónleika þar sem allt er látið gossa. Þó jólaandinn ráði ferðinni verða jólasveinarnir íslensku ekki langt undan í anda.

Kristjana og Svavar leggja uppúr því að stemmningin á tónleikunum verði líkust kvöldvöku eða jólasamkomu. Þetta gæti því orðið hin prýðilegasta kvöldstund fyrir alla fjölskylduna.

Miðaverð á tónleikana er kr. 3.000 en ókeypis er fyrir börn og unglinga. Þá er sérstakur afsláttur fyrir eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa. Til að nýta afsláttinn þarf að kaupa miðana í Brim: Smellið hér fyrir nánari upplýsingar.

Hluti miðaverðs tónleikanna rennur til góðs málefnis í heimabyggð.

Kristjana, og Svavar Knútur



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696