Á meðan Kári bítur kinn og frostið gegnum allt smýgur, þá hugsum við til jólanna og til ykkar kæru vinir. Okkar desember einkennist af klementínum, laufabrauði og ljósadýrð en umfram allt tónlist og góðri samveru!
Við ætlum að heimsækja okkar kæra Norðurland laugardagskvöldið 20. desember og halda tónleika á Græna Hattinum.
Þar munum við flytja lög af jólaplötunni okkar ásamt öðrum góðum lögum.
Með okkur verða jóladrengirnir okkar og snillingarnir þeir:
Óskar Kjartansson slagverksleikari
Tómas Jónsson hljómborðsleikari
Ingólfur Magnússon bassaleikari
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.