1.des n.k. verður íslenska lýðveldið sjötugt og af því tilefni ætlar Bjartmar Guðlaugsson, sem er aðeins yngri en lýðveldið, að halda tónleikaþrennu þar sem hann rýnir í þessi 70 ár og skoðar lífið sitt í samhengi við þau á sinn sérstaka og skemmtilega hátt. Textarnir hans fjalla að miklu leyti um persónulega reynslu hans og upplifun. Á tónleikunum segir hann sögurnar á bak við texta laganna sem hann flytur í tímaröð í gegnum lýðveldissöguna.
Hann röltir m.a. um ímyndað þorp þar sem skrautlegar persónur búa, t.d. þeir Sumarliði og Fúll á móti. Tónleikagestir fá m.a. að kynnast fleirum úr fjölskyldum þeirra, persónum sem hafa dúkkað upp í textum Bjartmars, án þess að fólk hafi áttað sig á tengslum þeirra við þessa merku menn. Svo er aldrei að vita nema hann skimi inn í framtíðina og kynni ný lög af væntanlegri plötu.
Tónleikarnir standa í tvær klukkustundir með einu 15 mínútna hléi. Þetta er skemmtun eins og hún gerist best hjá Bjartmari,
1.des n.k. verður íslenska lýðveldið sjötugt og af því tilefni ætlar Bjartmar Guðlaugsson, sem er aðeins yngri en lýðveldið, að halda tónleikaþrennu þar sem hann rýnir í þessi 70 ár og skoðar lífið sitt í samhengi við þau á sinn sérstaka og skemmtilega hátt. Textarnir hans fjalla að miklu leyti um persónulega reynslu hans og upplifun. Á tónleikunum segir hann sögurnar á bak við texta laganna sem hann flytur í tímaröð í gegnum lýðveldissöguna.
Hann röltir m.a. um ímyndað þorp þar sem skrautlegar persónur búa, t.d. þeir Sumarliði og Fúll á móti. Tónleikagestir fá m.a. að kynnast fleirum úr fjölskyldum þeirra, persónum sem hafa dúkkað upp í textum Bjartmars, án þess að fólk hafi áttað sig á tengslum þeirra við þessa merku menn. Svo er aldrei að vita nema hann skimi inn í framtíðina og kynni ný lög af væntanlegri plötu.
Tónleikarnir standa í tvær klukkustundir með einu 15 mínútna hléi. Þetta er skemmtun eins og hún gerist best hjá Bjartmari.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.